Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Bikarhelgin hefst í dag - Keflvíkingar mæta Haukum
Miðvikudagur 8. febrúar 2017 kl. 09:12

Bikarhelgin hefst í dag - Keflvíkingar mæta Haukum

Undanúrslitin í bikarkeppninni í körfubolta hefjast í dag miðvikudag í Laugardalshöll. Stúlkurnar ríða á vaðið en þá mætast annars vegar Keflavík og Haukar og hins vegar Skallagrímur og Snæfell.

Leikur Keflavíkur hefst kl 17:00 í dag. Forsala miða fer fram í TM Hafnargötu 31 milli 9 og 17 alla daga fram að leik. Miðaverð er 1.500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir 16 ára og yngri. Keflvíkingar eru sem stendur í 3. sæti í deildarkeppninni en Haukar í 7. sæti og næst neðstar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá körlunum er það Grindvíkinga að halda merkjum Suðurnesja á lofti. Þeir mæta Þór Þ. á fimmtudag kl. 20:00. Þórsarar eru í 4. sæti á meðan Grindvíkingar eru í 5. sæti. Grindvíkingar selja miða í íþróttahúsinu á milli 19:45 og 21:00.

Úrslitin sjálf fara svo fram um  helgina í Laugardalshöll.