Bikarhelgi: Viðureignir liðanna til þessa
Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík verða í eldlínunni um helgina þegar liðin leika í undanúrslitum Lýsingarbikarsins. Þrír leikir fara fram á sunnudag en næsta mánudag lýkur undanúrslitunum þegar Keflavíkurkonur mæta Hamri. Víkurfréttir rýndu í fyrri viðureignir liðanna á þessu tímabili og hugsanlega geta þær varpað einhverju ljósi á komandi undanúrslitaleiki þó bikarleikir séu jafn óútreiknanlegir og íslenska veðrið.
Grindavík-Haukar
Undanúrslitin hefjast sunnudaginn 28. janúar á kvennaleik Grindavíkur og Hauka kl. 17:00 í Röstinni í Grindavík. Um tvíhöfða körfuboltaveislu er að ræða í Grindavík þar sem karlaliðið leikur kl. 19:15 gegn ÍR strax að loknum kvennaleiknum. Einstefna hefur verið í leikjum Grindavíkur og Hauka í vetur en liðin hafa mæst tvívegis í deildinni í vetur og Haukar hafa í bæði skiptin haft sigur. Fyrsti leikur liðanna fór fram þann 5. nóvember í Röstinni þar sem Haukar höfðu stórsigur 82-108 þar sem Kristrún Sigurjónsdóttir gerði 33 stig fyrir Hauka. Tamara Bowie gerði þá 29 stig í liði Grindavíkur. Önnur viðureign liðanna fór svo fram að Ásvöllum skömmu fyrir jól eða þann 21. desember þar sem Haukar höfðu enn á ný sigur en í þetta skiptið var munurinn öllu minni eða eitt stig. Lokatölur leiksins voru 82-81 Haukum í vil. Tamara Bowie gerði þá 46 stig en hjá Haukum var Ifeoma Okonkwo með 33 stig. Tamara Bowie hefur því samtals gert 75 stig í tveimur leikjum gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Hauka. Ætli Grindavíkurkonur sér að komast í Höllina þurfa fleiri leikmenn en
Grindavík og Haukar mættust einnig í Poweradeúrslitum í upphafi tímabilsins í Laugardalshöll þar sem Haukar höfðu betur 91-73. Haukar hafa því þrívegis lagt Grindavík að velli í vetur og nánast víst að þær gulu munu
Hamar/Selfoss-Keflavík
Mikill uppgangur hefur verið í herbúðum Hamars/Selfoss upp á síðkastið á meðan Keflvíkingar hafa átt miður góðu gengi að fagna. Þétt útileikjahryna hjá Keflavík færði þeim hvern tapleikinn á fætur öðrum á meðan H/S vann hvert stórliðið á fætur öðru og sló m.a. KR út úr bikarnum en Vesturbæingar hafa verið gríðarlega sterkir í vetur. Koma George Byrd til Hveragerðis hefur verið eins og vítamínssprauta í liðið á meðan Keflavík hefur verið að finna taktinn með nýju leikönnunum Isma´il Muhammad og Sebastian Hermanier.
Liðin hafa einu sinni mæst í Iceland Express deildinni í vetur og fór sá leikur fram í Sláturhúsinu þann 19. nóvember. Keflvíkingar höfðu góðan sigur í leiknum 81-63 þar sem Daninn Thomas Soltau, sem nú er farinn frá liðinu, gerði 21 stig í leiknum. Hjá H/S var skyttan Friðrik Hreinsson með 25 stig. Sá leikur var fimmti leikur George Byrd með H/S en hann gerði 15 stig og tók 15 fráköst í leiknum. Heimavöllur H/S hefur orðið sterkari með hverri umferðinni og nú rétt fyrir skemmstu áttu Íslandsmeistarar Njarðvíkur í töluverðu basli með heimamenn en höfðu að lokum nauman sigur. Það verður verðugt verkefni fyrir Keflvíkinga að stöðva Byrd á sunnudag eða þá að þeir taka þann pól í hæðina að láta hann fara sínu fram og leggja ofurkapp á að klippa alla aðra leikmenn H/S út úr leiknum. Pétur Ingvarsson, þjálfari H/S, hefur allan tímann verið mjög hógvær á meðan uppsveifla H/S hefur farið fram en til þess að leggja Keflavík að velli þarf hann að láta sína leikmenn hitta á toppdag. Það er það eina sem skila mun H/S í Laugardalshöll. Á móti kemur að Keflavík hefur mun meiri reynslu af leikjum á borð við þennan á sunnudag og ættu því að vera öllu rólegri en andstæðingar sínir. Þá er einnig vandséð hvernig bakverðir H/S muni ráð við Keflavík ef þeir taka upp á því að pressa allan völlinn. Pressuvörn Keflavíkur er mjög skilvirk og öllum ljóst að H/S stenst ekki samanburð við Keflavík hvað bakverði varðar. Leikur Keflavíkur og Hamars/Selfoss hefst í Hveragerði kl. 19:15.
Grindavík-ÍR
Áhorfendabekkirnir í Röstinni verða þétt setnir á sunnudag en síðari leikur dagsins er viðureign Grindavíkur og ÍR í karlaflokki. Leikurinn hefst kl. 19:15. Grindvíkingar leita nú logandi ljósi að bandarískum leikmanni til að fylla skarð Steven Thomas sem fór aftur til síns heima þar sem hann átti við bakmeiðsli að stríða. Tvíeggja sverð þar hjá Grindavík, verður um happafeng að ræða í leikmannavali og mun hann láta eitthvað að sér kveða í leiknum gegn ÍR og öllu heldur… verður hann kominn til landsins í tæka tíð? ÍR hefur verið á blússandi siglingu síðari hluta tímabilsins þar sem Hreggviður Magnússon er í broddi fylkingar.
Grindavík og ÍR hafa mæst einu sinni í vetur og þá höfðu Grindvíkingar yfirburðasigur 103-71 og fór leikurinn fram í Röstinni. Steven Thomas gerði 39 stig fyrir Grindavík í þeim leik en þá voru þeir Nate Brown og Hreggviður Magnússon ekki með í liði ÍR og því um verulega breytt ÍR lið sem mætir Grindavík á sunnudag frá því 30. október. Hið sama gildir um Grindavík þar sem Calvin Clemmons var ekki kominn í gult á þessum tíma en hann gæti reynst þeim Ómari og Fannari erfiður á blokkinni enda númeri stærri en þeir á vigtinni. Ómar og Fannar hafa þó verið að standa sig vel gegn sér þyngri mönnum í deildinni og hefur Hreggviður verið duglegur að bakka þá upp í vörninni svo ekki er hægt að segja að ÍR-ingar séu lágir á blokkinni þó vissulega séu þeir léttir í kílóum talið. Brösugt gengi Grindavíkur upp á síðkastið gæti komið þeim í koll gegn ÍR en Grindavík hafði nauman sigur á Þór Þorlákshöfn í deildinni á dögunum og batt enda á sex leikja taphrynu. Þá eiga þeir einnig bikartitil að verja.
Keflavík-Hamar
Kvennaleikur Keflavíkur og Hamars er nokkuð fyrirsjáanlegur því liðin hafa tvívegis mæst í deildarkeppninni í vetur og í bæði skiptin hafa Keflavíkurkonur haft afgerandi sigur í leikjunum. Hamar er á botni
Nýliðar Hamars eru með ungt og efnilegt lið en eins og sakir standa í dag hafa þær lítið sem ekkert að
Rætt verður við þjálfara Suðurnesjaliðanna í Víkurfréttum á morgun fyrir komandi átök næstu helgi í undanúrslitum Lýsingarbikarsins.