Bikardraumur Víðismanna er úti
Bikardraumur Víðismanna er úti þetta árið. Þeir voru auðveld bráð fyrir Fylkismenn á Nesfiskvellinum í Garði í kvöld.
Fylkir tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, Borgunarbikarsins, eftir stórsigur á Víði, 5:0.
Staðan í hálfleik var 2:0 fyrir Fylkismenn, sem bættu svo þremur mörkum við eftir hlé.