Dubliner
Dubliner

Íþróttir

Bikardraumur Njarðvíkur er úti
Mánudagur 11. desember 2017 kl. 21:30

Bikardraumur Njarðvíkur er úti

Njarðvík mætti KR í Ljónagryfjunni í Maltbikarnum í körfu í kvöld, lokatölur leiksins voru 68-87 og fór því Vesturbæjarliðið með sigurinn heim og er KR komið í fjögurra liða úrslit.

Ekkert Suðurnesjalið er í fjögurra liða úrslitum karla í Maltbikarnum í ár en kvennalið Keflavíkur og Njarðvíkur verða bæði í pottinum í hádeginu á morgun þegar dregið verður í fjögurra liða úrslit.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Maciek Stanislav Baginski með 20 stig, Terrell Vinson með 15 stig og 11 fráköst og Logi Gunnarsson með 15 stig og 6 stoðsendingar.

 

Dubliner
Dubliner