Bikardraumur Njarðvíkur er úti
Njarðvík mætti KR í Ljónagryfjunni í Maltbikarnum í körfu í kvöld, lokatölur leiksins voru 68-87 og fór því Vesturbæjarliðið með sigurinn heim og er KR komið í fjögurra liða úrslit.
Ekkert Suðurnesjalið er í fjögurra liða úrslitum karla í Maltbikarnum í ár en kvennalið Keflavíkur og Njarðvíkur verða bæði í pottinum í hádeginu á morgun þegar dregið verður í fjögurra liða úrslit.
Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Maciek Stanislav Baginski með 20 stig, Terrell Vinson með 15 stig og 11 fráköst og Logi Gunnarsson með 15 stig og 6 stoðsendingar.