BESTUR GEGN BURY
Jóhann Guðmundsson, okkar maður hjá Watford í enska boltanum, var í byrjunarliðinu í 0-0 jafntefli gegn Bury um síðustu helgi. Staðarblaðið Watford Observer valdi Jóhann besta leikmann leiksins og sagði spretti hans inn á teiginn mest spennandi augnablik leiksins. Þá var Jóhann aðalviðfangsefni glæsilegrar leikskrár Watford um leikinn, viðtal við kappann og veggmynd. Samkvæmt viðtalinu segist strákur mundu syngja I´m still standing eftir Elton John í kareoke, klæðast eins og Elvis á furðufataball og helst vilja vera Steve Bono í U2 í einn dag ætti hann þess kost. Eins og þetta hafi ekki verið nóg segist hann hafa skemmt sér best á ævinni eftir bikarsigur Keflvíkinga og velur 4 leikmenn Manchester United í heimslið sitt. Að lokum kemur fram að Jói er Bergkamp klóni, loft- og flughræddur, og telur það sitt mesta afrek að hafa stigið upp í flugvél.Ef þú hefði 50 pund í vasanum til hvers myndir þú nota þau?„Ég myndi kaupa geisladiska og myndbönd.“Ef þú yrðir strandaglópur á eyðieyju, hvað þrennt myndirðu vilja hafa með þér?„Kærustuna, gemsann og fótbolta.“Ef þú mætti vera einhver annar í einn dag, hver yrði fyrir valinu?„Ég myndi vilja vera Bono í U2 og sjá hvernig það er að vera rokkstjarna.“Ef þú gætir breytt einum hlut varðandi sjálfan þig, hverju myndir þú breyta?„Sjálfstraustinu, ég vildi að ég hefði meira sjálfstraust.“Hvaða reglu í fótboltanum myndir þú breyta ef þú ættir þess kost?„Engu, ég myndi ekki vilja breyta leiknum.“Hvað er það furðulegasta sem áhangendur hafa beðið þig um að gera? „Einu sinni var ég beðinn um að skrifa eiginhandaráritun á mynd af Ronny Rosenthal.“Hvað er það fyndnasta sem þú hefur upplifað í fótboltaleik?„Þegar varaliðið lék gegn Reading um dagana sparkaði Pat Bonner, markvörður þeirra, sendingu í eigið mark.“Hvort kanntu betur við karrý eða kínverskan mat og hver er uppáhaldsmaturinn þinn?„Kínverskur er betri en uppáhaldsmaturinn er andarréttur.“Hvað er mesta áhætta sem þú hefur tekið?„Að stíga um borð í flugvél.“Hvert er skemmtilegasta kvöld sem þú hefur upplifað?„Kvöldið þegar ég vann bikarinn heima á Íslandi með Keflavík sem hafði ekki unnið titil í 22 ár.“Hvað er besta gjöf sem þú hefur fengið?„Þegar ég keypti sjálfum mér Playstation tölvu um jólin.“Hver er fallegasta konan í sjónvarpinu og kvikmyndunum?„Denise Richards sem lék í Wild Things og Starship Troopers.“Hver er besti knattspyrnuleikur sem þú hefur tekið þátt í?„Fyrsti leikurinn með Watford, 2-1 sigur gegn Bolton.“Hver er besti knattspyrnuleikur sem þú hefur horft á?„3-3 jafnteflisleikur Barcelona og Manchester United í Meistarakeppninni.“Ef útnefna ætti leikmenn Watford til eftirfarandi verðlauna, versti dansarinn og verst klækkur, hverja myndir þú velja?„Segi ekkert um það, ég vil ekki fá alla á móti mér.“Ef þú gætir snúið aftur klukkunni, hverju myndir þú breyta af fótboltaferlinum?„Ég hefði viljað koma fyrr til Englands.“Hverjir eru bestu og verstu þulirnir í boltanum?„Mér finnst Andy Gray góður og þekki ekki til neinna slæmra.“Hvað myndir þú syngja á kareokekvöldi?„I´m still standing með Elton John.“Verslar þú inn, eldar og þrífur? Vertu heiðarlegur.„Ég verð.“Hvað hræðir þig?„Ég er lofthræddur.“Hvort vildir þú heldur, skora sigurmarkið í Heimsmeistarakeppninni eða vinna aðalvinninginn í lotteríinu?„Skora sigurmarkið í úrslitaleiknum, 1-0 Ísland gegn Englandi.“Hvernig myndir þú fara klæddur í furðufatapartý?„Sem Elvis Presley.“Hvert væri óskastarfið ef þú værir ekki í knattspyrnunni?„Rokkstjarna.“Hvaða ráð myndir þú gefa ungum knattspyrnumönnum?„Æfa, æfa, æfa.“