Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bestu og efnilegustu heiðraðir hjá Víði og Reyni
Mánudagur 13. september 2004 kl. 14:42

Bestu og efnilegustu heiðraðir hjá Víði og Reyni

Þegar hyllir undir lok fótboltaleiktíðarinnar er til siðs hjá knattspyrnuliðum að líta yfir farinn veg.
Reynir og Víðir héldu lokahóf sín um síðustu helgi þar sem efnilegustu og bestu menn liðanna fengu viðurkenningar fyrir afrek sín í sumar.

Hjá Reyni var Guðmundur Gísli Gunnarsson valinn bestur, en hann var jafnframt markahæstur með 7 mörk. Georg Birgisson var besti leikmaður sumarsins að mati stuðningsmanna liðsins.
Andrés Eggertsson þótti efnilegasti leikmaðurinn, en Hjörtur Fjelsted skoraði mark ársins.

Rafn Markús Vilbergsson þótti skara framúr hjá Víði, en hann skoraði 7 mörk, fleiri en nokkur annar í liðinu í sumar. Efnilegastur var Björn Bergmann Vilhjálmsson, en Einar Tryggvason fékk viðurkenningu fyrir mestu framfarir.

Heimild: Fotbolti.net
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024