Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Bestu leikmennirnir koma frá Suðurnesjum
Tvær bestu þriggja stiga skyttur deildarinnar. Reggie Dupree og Valur Orri Valsson.
Miðvikudagur 25. nóvember 2015 kl. 11:00

Bestu leikmennirnir koma frá Suðurnesjum

Tölfræðin úr Domino's deild karla

Þegar litið er til helstu tölfræði í Domino's deild karla í körfubolta má sjá að Suðurnesjamenn eru meðal efstu manna í öllum flokkum. Sömu nöfnin dúkka gjarnan upp en þeir Earl Brown úr Keflavík og Haukur Helgi Pálsson úr Njarðvík eru t.d. meðal efstu manna í mörgum tölfræðiþáttum. Brown er að leika best allra leikmanna deildarinnar en hann er efstur í fráköstum, framlagsstigum og annar í stigum. Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson gefur flestar stoðsendingar í deildinni á meðan Keflvíkingarnir Magnús Már Traustason og Reggie Dupree eru með bestu skotnýtingu deildarinnar.

Stigin

Suðurnesjaliðin eiga sína fulltrúa í efstu sætunum í stigaskori en Keflvíkingurinn Earl Brown er næst stigahæstur í deildinni, aðeins tugabrotum á eftir erlenda leikmanni Snæfellinga. Marquiese Simmons hjá Njarðvík er 9. Sæti yfir stigahæstu menn með 21 stig,

Public deli
Public deli

Enginn Íslendingur er meðal 10 stigahæstu leikamanna deildarinnar. Fyrsti Íslendingurinn sem kemst á blað er Haukur Helgi Pálsson hjá Njarðvík en hann er með 19,5 stig að meðaltali.

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson er með rúmlega 16 stig að meðaltali og er 16. Stigahæsti leikmaður deildarinnar. Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson er skammt undan með rétt rúm 16 stig í leik og svo er Jóhann Árni Ólafsson úr Grindavík í 20. Sæti með 15,4 stig í leik.

Fráköstin

Suðurnesjamenn eru duglegir að frákasta en þar fer Earl Brown fremstur í flokki með 15 fráköst í leik. Marquise Simmons hjá Njarðvík er með 12,7 fráköst í leik sem kemur honum í 4. sæti listans.
Haukur Helgi er í 9. Sæti yfir frákastahæstu menn, með 10 fráköst í leik.

Grindvíkingarnir Ómar Sævarsson, Jón Axel og Jóhann Árni eru meðal þeirra 20 efstu í fráköstum, Ómar í 12. Sæti með 6 fráköst í leik, Jón Axel í 16. Sæti með 7,3 í leik og Jóhann í 18. Sæti með 7 fráköst að meðaltali.

Stoðsendingar

Jón Axel Guðmundsson er fjölhæfur leikmaður eins og alkunna er. Hann leiðir deildina í stoðsendingum með 7,14 slíkar í leik. Keflvíkingurinn Valur Orri Valsson er í 6. Sæti listans með 5 stoðsendingar í leik.

Hinn sömuleiðis fjölhæfi Haukur Helgi vermir 8. Sæti listans en hann er með 4,75 stoðsendingar í leik. Grindvíkingurinn Jóhann Árni kemst á lista yfir 20 hæstu menn í stoðsendingum með 3,7 að meðaltali.

Framlag

Þegar svo samanlagt framlag leikmanna er skoðað þá komast þrír Suðurnesjamenn á topp 5 listann. Keflvíkingurinn Earl Brown er efstur í framlagi ásamt KR-ingnum Michael Craion með 30 framlagsstig í leik. Njarðvíkingarnir Haukur Helgi og Marquise Simmons eru svo í 3. og 4. Sæti með 28 og 27 framlagsstig.

Jón Axel laumar sér inn á topp 10 með 23 framlagsstig í leik og Jóhann Árni liðsfélagi hans er í 19. sæti listans með rúm 17 framlagsstig í leik.

Keflvíkingarnir Reggie Dupree og Valur Orri eru í 23. og 24. sæti. Stórstyttan Logi Gunnarsson hjá Njarðvík nær ekki nema 40 sæti, en bæði hinn 19 ára Magnús Már Traustason úr Keflavík og Maciek Baginski úr Njarðvík eru ofar á listanum.

Skotnýting

Keflvíkingar eru að hitta betur er aðrir. Magnús Már Traustason er með bestu skotnýtingu deildarinnar í tveggja stiga skotum. Strákurinn er að hitta úr tæplega 70% skota sinna, eða 30 af 43 skotum. Skammt undan er Haukur Helgi með tæplega 67% nýtingu í teignum.

Keflvíkingurinn Reggie Dupree er kóngurinn í þriggja stiga skotunum. Þar er hann að hitta úr 68% skota sinna, 17 af 25 skotum sem er ótrúleg tölfræði. Valur Orri liðsfélagi hans er þriðji á listanum með 55% nýtingu úr þristum.

Þriggja stiga nýting.