Besti árangur Íslendings
Steinþór Geirdal Jóhannsson stóð sig vel á Norðurlandamótinu í keilu sem haldið var í Sarpsborg í Noregi dagana 7. - 11. febrúar s.l.
Á mótinu náði Steinþór besta árangri sem íslenskur keilari hefur náð á Norðurlandamóti þegar hann varð fimmti inn í úrslitakeppni 8 efstu einstaklinganna og endaði þar í áttunda sæti. Auk þess var Steinþór keppandi með karlaliðinu sem vann til bronsverðlauna í liðakeppninni, í sjötta sæti í parakeppninni ásamt Rögnu Matthíasdóttur. Ísland hefur einungis einu sinni áður unnið til verðlauna í liðakeppninni áður en það voru bronsverðlaun árið 1992.
Á síðasta Norðurlandsmóti unglinga sem haldið var í Reykjavík árið 1999, vann Steinþór, sem nú er 19 ára, til gullverðlauna í tvímenningi pilta og til silfurverðlauna í einstaklingskeppni pilta og eru það fyrstu verðlaun sem unnist hafa á Norðurlandamóti unglinga í keilu. Þess má geta að Steinþór er núverandi Íslandsmeistari einstaklinga í keilu og hlaut nafnbótina Keilari ársins 2000.
Á mótinu náði Steinþór besta árangri sem íslenskur keilari hefur náð á Norðurlandamóti þegar hann varð fimmti inn í úrslitakeppni 8 efstu einstaklinganna og endaði þar í áttunda sæti. Auk þess var Steinþór keppandi með karlaliðinu sem vann til bronsverðlauna í liðakeppninni, í sjötta sæti í parakeppninni ásamt Rögnu Matthíasdóttur. Ísland hefur einungis einu sinni áður unnið til verðlauna í liðakeppninni áður en það voru bronsverðlaun árið 1992.
Á síðasta Norðurlandsmóti unglinga sem haldið var í Reykjavík árið 1999, vann Steinþór, sem nú er 19 ára, til gullverðlauna í tvímenningi pilta og til silfurverðlauna í einstaklingskeppni pilta og eru það fyrstu verðlaun sem unnist hafa á Norðurlandamóti unglinga í keilu. Þess má geta að Steinþór er núverandi Íslandsmeistari einstaklinga í keilu og hlaut nafnbótina Keilari ársins 2000.