BESTA best í Grand Keflavík
Besta sigraði Grand Keflavík og Eva II sigraði Tokai bikarinn. Seglskútan Besta úr Reykjavík sigraði siglingakeppnina Grand Keflavík er fór fram á laugardag. Skipstjóri á Besta var Baldvin Björgvinsson og með honum í áhöfn 5 manns. Önnur varð Skegla úr Hafnarfirði, skipstjóri Gunnar Geir Halldórsson og þriðja Sæstjarnan úr Kópavogi, skipstjóri Viðar Olsen.
Eva II sigraði Tokai bikarinn á föstudag frá Reykjavík til Keflavíkur, skipstjóri á Evu II var Anton Jónsson. Önnur varð Besta og þriðja Sæstjarnan. Alls tóku tíu skútur þátt í mótunum er gáfu bæði stig til Íslandsbikars.
Eva II sigraði Tokai bikarinn á föstudag frá Reykjavík til Keflavíkur, skipstjóri á Evu II var Anton Jónsson. Önnur varð Besta og þriðja Sæstjarnan. Alls tóku tíu skútur þátt í mótunum er gáfu bæði stig til Íslandsbikars.