Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bergsteinn til liðs við Selfyssinga
Þriðjudagur 4. mars 2014 kl. 14:51

Bergsteinn til liðs við Selfyssinga

Markvörðurinn Bergsteinn Magnússon hefur gengið til liðs við Selfyssinga í 1. deildinni í knattspyrnu en hann lék þrjá leiki með Keflavík í Pepsi-deildinni í fyrra.

Bergsteinn verður tvítugur á þessu ári en hann hefur æft með Selfyssingum undanfarnar vikur og spilaði meðal annars úrslitaleikinn í Fótbolti.net mótinu á dögunum. Hann á að baki sautján landsleiki fyrir U17 og U19 ára lið Íslands, Sunnlenska greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og kunnugt er mun Ómar Jóhannsson ekki leika með Keflvíkingum í sumar en nýlega gengu Keflvíkinga frá samningi við sænska markvörðinn Jonas Sandqvist.