Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Benedikt: Þurfum toppleik frá öllum okkar mönnum
Mánudagur 16. apríl 2007 kl. 13:03

Benedikt: Þurfum toppleik frá öllum okkar mönnum

Benedikt Guðmundsson og leikmenn hans hjá KR eru í ákjósanlegri stöðu til þess að landa Íslandsmeistaratitlinum í kvöld þegar KR fær Njarðvík í heimsókn í fjórða úrslitaleik liðanna. Staðan í einvíginu er 2-1 KR í vil og með sigri í kvöld verða þeir Íslandsmeistarar. Benedikt segir stöðu KR vera samkvæmt vonum liðsins og að dyggilegur stuðningur hafi skipt sköpum að undanförnu.

 

,,Við erum búnir að koma okkur í þá stöðu sem við vildum og nú er bara að klára dæmið,” sagði Benedikt. En hvað er það sem er að gerast hjá KR sem veldur því að Njarðvíkingar hafa hreinlega farið á taugum síðustu mínúturnar í síðustu tveimur leikjum.

,,Við höfum verið að breyta um varnarafbrigði á síðustu mínútunum en sú vörn er hvorki betri né verri fyrir okkur en það hefur tekist með henni að taka taktinn úr sóknarleik Njarðvíkinga en maður á mann vörnin er okkar aðalvörn en við laumum svona afbrigðum inn á milli ef við teljum þess þurfa.”

 

Stemmnigin á pöllunum hjá KR hefur vakið verðskuldaða athygli í síðustu leikjum þar sem góður hópur manna mætir og syngur hástöfum allan leikinn. ,,Við höfum fengið þvílíka stemmningu og það er gulls ígildi að eiga svona stuðningsmenn sem hvetja mann áfram þó við séum undir og það drífur okkur áfram. Stuðningsmennirnir eiga stóran þátt í þessu hjá okkur,” sagði Benedikt.

 

,,Við þurfum að finna rétta spennustigið í kvöld, við megum ekki vera of hátt stemmdir og bikarinn við ritaraborðið má ekki trufla okkur í kvöld. Við mætum vel einbeittir með það að markmiði að vinna leikinn. Ég veit að Njarðvíkingar mæta dýrvitlausir og við þurfum á toppleik frá öllum okkar mönnum að halda í kvöld.”

 

[email protected]  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024