Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Benedikt: Ætlum okkur tvö stig í kvöld
Mánudagur 26. febrúar 2007 kl. 12:14

Benedikt: Ætlum okkur tvö stig í kvöld

Hann er vel flestum hnútum kunnugur í Ljónagryfjunni og þjálfaði hjá UMFN fyrir nokkrum árum en mætir nú í Njarðvíkurnar með eitt sterkasta lið landsins. Benedikt Guðmundsson segir í samtali við Víkurfréttir að enga minnimáttarkennd sé að finna í Vesturbænum um þessar mundir og að KR-ingar ætli sér tvö stig í kvöld. Njarðvík og KR mætast í toppslag Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15.

 

,,Við gerum okkur grein fyrir því að þetta er eitt okkar erfiðasta verkefni í vetur og við þurfum að eiga mjög góðan leik til að leggja Njarðvík á sínum eigin heimavelli. Við lítum á þennan leik sem hvern annan leik, bara einn af þessum 22 í deildinni og við ætlum okkur að ná í tvö stig í kvöld,” sagði Benedikt.

 

Skarphéðinn Ingason, baráttujaxlinn í liði KR er ekki með en hann er nefbrotinn. ,,Það er alltaf gott að hafa Skarpa og hann kemur með ákveðið viðhorf inn í liðið sem maður kann vel að meta,” sagði Benedikt en bætti því við að maður kæmi ávallt í manns stað.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024