Bellamy á Njarðvíkurvelli í dag
Ísland og Wales mætast í vináttulandsleik í knattspyrnu annað kvöld og í dag kl. 17:00 mun landslið Wales æfa á Njarðvíkurvelli. Craig Bellamy liðsmaður West Ham og fyrrum leikmaður Liverpool og Newcastle er í leikmannahópi Wales en hann er leikjahæsti maður hópsins sem valinn var í þetta verkefni.
Þá er Roy Evans aðstoðarþjálfari hjá Wales en hann er fyrrum leikmaður og þjálfari Liverpool. Þá eru fleiri nöfn hjá Walesverjum sem sparkáhugamenn hér heima ættu að kannast við á borð við þjálfarann John Toshack, Jason Koumas og hinn efnilega Sam Vokes.
Ísland og Wales hafa leikið 5 A landsleiki karla til þessa og hafa Íslendingar farið einu sinni með sigri af hólmi. Það var árið 1984 í undankeppni fyrir HM 1986 og lögðu þá Íslendingar Wales, 1-0, með marki Magnúsar Bergs.
Landsliðshópur Wales sem æfir á Njarðvíkurvelli í dag
Markverðir
Wayne Hennessey
Lewis Price
Varnarmenn
Lewin Nyatanga
Steve Evans
Craig Morgan
Neal Eardley
Chris Gunter
Ashley Williams
Darcy Blake
Joe Jacobson
Tengiliðir
Carl Fletcher
Jason Koumas
Joe Ledley
Andrew Crofts
David Edwards
Mark Jones
Arron Davies
Owain Tudur Jones
Jack Collison
Aaron Ramsey
Framherjar
Craig Bellamy
David Cotterill
Freddy Eastwood
Craig Davies
Daniel Nardiello
Ched Evans
Sam Vokes