Beitir til Keflavíkur
Keflvíkingar hafa samið við markvörðinn Beiti Ólafsson frá HK og mun hann leika með Keflvíkingum í 1. deildinni næsta sumar. Beitir lék 21 leik með Kópavogsliðinu í fyrra en hann er 29 ára gamall. Hann á að baki þrjá leiki með U19 ára landsliði Íslands og hefur á ferli sínum leikið með HK, Aftureldingu, Ými og KFK.