Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bein leið, Frjálst afl og Samfylking mynda nýjan meirihluta
Sex bæjarfulltrúar þrigga flokka, Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar. F.v.: Friðjón Einarsson, Anna Lóa Ólafsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Guðbrandur Einarsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir. VF-mynd/Eyþór.
Sunnudagur 1. júní 2014 kl. 15:04

Bein leið, Frjálst afl og Samfylking mynda nýjan meirihluta

Í dag komu saman fulltrúar þriggja framboða, Beinnar leiðar, Frjáls afls, Samfylkingar og óháðra og ræddu hugsanlegt samstarf í Reykjanesbæ. Á fundi flokkana kom fram ríkur samstarfsvilji um stjórnun bæjarins. Að sögn forystumanna framboðana yrðu fyrstu skref á dagskrá úttekt á fjármálum og rekstri, auk þess sem auglýst yrði eftir bæjarstjóra. Einnig var rætt um að efla atvinnu. Góður andi ríkti á fundinum og hópurinn er staðráðinn í að fylgja eftir þeim áherslum sínum að vinna saman að breyttum bæ.

Viðtal við fulltrúa flokkanna birtist á vef okkar innan skamms.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024