Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Barist um 2. sætið í Keflavík í kvöld
Mánudagur 13. febrúar 2012 kl. 11:26

Barist um 2. sætið í Keflavík í kvöld

Það fara fram þrír leikir í úrvalsdeild karla í körfubolta en bæði Keflvíkingar og Grindvíkingar eiga heimaleiki að þessu sinni. Topplið Grindavíkur mætir botnliði Vals sem hefur ekki enn sigrað leik á tímabilinu en 28 stiga munur er á liðunum. Keflvíkingar taka á móti KR-ingum í Toyota-höllinni en bæði lið eru með 20 stig og heyja harða baráttu um 2. sæti deildarinnar. Keflvíkingar vilja sjálfsagt klára leikinn í kvöld með stæl og einbeita sér því næst að bikarúrslitaleiknum gegn Tindastól sem fram fer í Laugardalshöll næstkomandi laugardag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15 í kvöld.