Barist í Sláturhúsinu í kvöld
Keflavík og Grindavík mætast í sínum þriðja leik í undanúrslitum
Fyrstu viðureign liðanna lauk með 87-84 sigri Keflavíkur en Grindavíkurkonur jöfnuðu metin í Röstinni með 100-94 sigri í framlengdum leik. Óhætt er að segja að Tamara Bowie hafi verið að fara mikinn í liði Grindavíkur en alls hefur hún gert 81 stig í leikjunum tveimur. Í fyrsta leiknum gerði hún 39 stig en í öðrum leiknum bætti hún um betur og setti niður 42 stig. Þá hefur
Hjá Keflavík hefur stigaskorið verið að dreifast meira en hjá Grindavík en mikið hefur samt mætt á
Fyrstu tveir leikir liðanna hafa verið frábær skemmtun þar sem úrslitin hafa ekki ráðist fyrr en í blálok leiksins. Svæðisvörn Keflavíkur hefur verið Grindavík þungbær en á móti kemur að Keflavík hefur ekki roð í Tamöru
Körfuknattleiksaðdáendur ættu því ekki að láta leik kvöldsins fram hjá sér fara og fjölmenna í Sláturhúsið í kvöld og sjá hvað þessi glæsilega Suðurnesjarimma hefur upp á að bjóða.