Bardaganámskeið fyrir krakka í sumar
-á vegum Judodeildar UMFN.
Bardaganámskeið er nú haldið í þriðja sinn undir sameginlegri stjórn Judodeildar UMFN og Taekwondodeildar Keflavíkur. Íþróttafræðingarnir og þjálfararnir Helgi Rafn Guðmundsson og Guðmundur Stefán Gunnarsson verða með bardaganámskeið barnanna í sumar.
Þessi námskeið hafa verið vel sótt síðastliðin ár þar sem börnin læra hinar ýmsu sjálfsvarnarlistir og sjálfsvarnaríþróttir í gegnum leiki.
Námskeiðin byrja 12. júní og verða til 27. júní. Skráningar fara fram á [email protected] fyrir 10 júní.
Það sem fram fer á námskeiðunum má sjá í eftirfarandi myndböndum.