Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Baráttusigur hjá Keflvíkingum
Fimmtudagur 24. maí 2012 kl. 21:40

Baráttusigur hjá Keflvíkingum



Keflvíkingar unnu 1-0 sigur á Eyjamönnum í Pepsi-deild karla í knatspyrnu í kvöld á heimavelli sínum. Með sigrinum eru Keflvíkingar komnir í sjö stig eftir fimm umferðir og dvelja í 5. sæti deildarinnar. Það var gamla brýnið Jóhann Birnir Guðmundsson  sem skoraði mark Keflvíkinga á 64. mínútu en markið verður að skrifast að hluta til á markvörð Eyjamanna sem missti boltann hreinlega úr höndum sér.

Leikurinn var ekki sá skemmtilegast sem sést hefur á Nettóvellinum en bæði lið voru þó að reyna sitt besta til þess að spila fótbolta og var mikil barátta í leiknum. ÍBV liðið var líflegra í sóknarleiknum en Keflvíkingar vörðust vel. Það sem hefur verið að há Keflvíkingum er að þeir hafa ekki verið að klára leiki þrátt fyrir að hafa verið að spila fínan fótbolta framan af móti. Í kvöld vörðust þeir vel en voru ekki að skapa sér mikið af færum. Engu að síður komu þrjú stig í hús og voru Keflvíkingar virkilega sáttir í lok leiks. „Það má segja að þetta sé nánast alveg eins og leikurinn geng Stjörnunni nema núna náðum við að sigra. Við komust aldrei í takt við þennan leik en það er frábært að vinna á meðan við erum ekki að spila vel,“ sagði Jóhann markaskorari Keflvíkinga að leik loknum.

Undir lok leiksins gerðist svo umdeilt atvik en þá var Jóhanni Benediktssyni vikið af velli fyrir að tefja leikinn. Hann hugðist taka aukaspyrnu en Hilmar Geir Eiðsson liðsfélagi hans sat fyrir boltanum og hnýtti skóþveng sinn. Dómarinn tók þá á það ráð að veita Jóhanni annað gula spjald sitt og þar með snemmbúna ferð í sturtu. Jóhann var allt annað en sáttur og Keflvíkingar sömuleiðis í stúkunni.

Þetta var sterkur sigur hjá Keflvíkingum í kvöld en liðið barðist vel og uppskar þrjú dýrmæt stig.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arnór Ingvi er jafnan hættulegur þegar hann nálgast teig andstæðinganna.





VF-mynd/EJS: Efst á Jóhann skot að marki sem markvörður Eyjamanna réð ekki við.