Baráttusigur Grindvíkinga - staðan 1-1
Grindvíkingar jöfnuðu við KR í úrslitaeinvíginu með baráttusigri í Röstinni í kvöld þegar liðin áttust við í annað sinn í úrslitum í Domino´s deild karla í körfubolta. Lokatölur voru 79-76 Grindavík í vil og staðan því 1-1 í einvíginu.
KR-ingar leiddu allan leikinn en áræðnir heimamenn börðu sig fram úr á lokasprettinum og fögnuðu sigri. Stórar körfur frá Daníel Guðna, Ólafi Ólafs og Ómari Sævars vógu þungt þetta skiptið en Ómar sem er þessi dægrin í framboði til sveitarstjórnarkosninga í Grindavík bauð upp á 26 stig, 11 fráköst og 36 í framlag, X-Ómar! Þá var Martin Hermannsson framúrskarandi í liði KR með 20 stig og lék hann Grindavíkurvörnina ansi grátt á köflum.
Grindavík-KR 79-76 (13-23, 20-17, 16-15, 30-21)
Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 26/11 fráköst/3 varin skot, Earnest Lewis Clinch Jr. 18/6 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/8 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6, Jón Axel Guðmundsson 3/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 2, Jens Valgeir Óskarsson 0, Nökkvi Harðarson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Kjartan Helgi Steinþórsson 0.
KR: Martin Hermannsson 20, Helgi Már Magnússon 17/5 fráköst, Demond Watt Jr. 14/12 fráköst/3 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 11, Pavel Ermolinskij 7/5 fráköst, Darri Hilmarsson 5/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2, Ólafur Már Ægisson 0, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 0, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0, Hugi Hólm Guðbjörnsson 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Leifur S. Garðarsson