Baráttusigur gegn Haukum
Keflvíkingar kláruðu körfuboltaárið með sterkum sigri gegn Haukum í Domino's deild karla í gær, lokatölur 85-75 fyrir heimamenn í TM-höllinni. Sigurinn vannst með góðum síðasta leikhluta, þar sem Keflvíkingar sigruðu með 14 stigum. Keflvíkingar léku án William Graves sem farinn er til Ísrael. Eins er Damon Johnson ennþá frá vegna meiðsla. Íslendingarnir létu ljós sitt skína í leiknum en Guðmundur Jónsson leiddi liðið með 22 stigum, á meðan Valur Orri og Gunnar Einars skoruðu 15 stig hvor.
Keflvíkingar eru að leik loknum með 12 stig í deildinni, líkt og grannar þeirra í Njarðvík, en Keflvíkingar eru sæti ofar, í því fimmta.
Keflavík-Haukar 85-75 (20-21, 23-22, 16-20, 26-12)
Keflavík: Guðmundur Jónsson 22/5 fráköst, Valur Orri Valsson 15/6 fráköst, Gunnar Einarsson 15, Reggie Dupree 13/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11/7 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 4/6 fráköst, Andrés Kristleifsson 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2/6 fráköst, Arnór Ingi Ingvason 0, Aron Freyr Kristjánsson 0, Aron Freyr Eyjólfsson 0, Hilmir Gauti Guðjónsson 0.
Staða:
1 KR 22
2 Tindastóll 18
3 Stjarnan 14
4 Haukar 14
5 Keflavík 12
6 Njarðvík 12
7 Snæfell 10
8 Þór Þ. 10
9 Grindavík 8
10 Skallagrímur 4
11 ÍR 4
12 Fjölnir 4