Bara tveir Kanar í körfunni á næsta ári
Lið sem keppa í úrvalsdeildinni körfuknattleik á næsta ári mega einungis hafa tvo leikmenn utan Evrópu a launaskrá á næstu leiktíð. Þetta var samþykkt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem haldið var á Selfossi um helgina.
Flestir körfuknattleiksáhugamenn fagna eflaust þessari reglugerð þar sem mörgum þótti nóg um í vetur þegar flest lið tefldu fram þremur Bandaríkjamönnum og þótti þar hallað á yngri íslensku leikmennina.
Þá voru gerðar breytingar á launaþaksreglunni og verður því skipt þannig á næsta ári að leyfileg heildarupphæð launa verður 500.000, þar af mest 300.000 fyrir leikmenn utan Evrópu.
Flestir körfuknattleiksáhugamenn fagna eflaust þessari reglugerð þar sem mörgum þótti nóg um í vetur þegar flest lið tefldu fram þremur Bandaríkjamönnum og þótti þar hallað á yngri íslensku leikmennina.
Þá voru gerðar breytingar á launaþaksreglunni og verður því skipt þannig á næsta ári að leyfileg heildarupphæð launa verður 500.000, þar af mest 300.000 fyrir leikmenn utan Evrópu.