Ballið byrjar í kvöld
Deildar- og bikarmeistar Keflvíkinga hefja leik
Úrslitakeppni kvenna í Domino's deild kvenna fer af stað í kvöld með tveimur leikjum. Þar taka Keflavíkurstúlkur á móti Valsstúlkum í Toyota-höllinni. Þessi sömu lið áttust við í bikarúrslitum þar sem Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi. Keflvíkingar eru einnig ríkjandi deildarmeistar en þær sigrðu deildarkeppnina nokkuð örugglega og enduðu 14 stigum ofar í töflunni en Valur sem hafnaði í fjórða sæti.
Valur vann síðustu tvær viðureignir liðanna í deildinni 96-92 og þar áður 78-97. Keflvíkingar unnu þær tvær fyrri, fyrst 69-65 og síðar 71-66. Liðin hafa því háð mikla baráttu í vetur og því verður forvitnilegt að fylgjast með rimmu þeirra þegar Keflvíkingar freista þess að næla í þriðja titilinn á tímabilinu.
Leikurinn hefst klukkan 19:15 en hér að neðan má sjá dagskrána framundan. Í hinni viðureigninni eigast við Snæfell og KR.
Domino´s deild kvenna leikdagar í undanúrslitum:
Leikur 1 – 3. apríl Keflavík-Valur kl. 19.15
Leikur 2 – 6. apríl Valur-Keflavík kl. 16.30
Leikur 3 – 9. apríl Keflavík-Valur kl. 19.15
Leikur 4 – 13. apríl Valur-Keflavík kl. 16.00(ef þarf)
Leikur 5 – 16. apríl Keflavík-Valur kl. 19.15(ef þarf)
Sara Rún í bikarúrslitunum fyrr í vetur.