Íþróttir

Baldvin og Eydís unnu til verðlauna á NM í sundi
Miðvikudagur 17. desember 2014 kl. 11:29

Baldvin og Eydís unnu til verðlauna á NM í sundi

Þau Baldvin Sigmarsson og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, hjá ÍRB, unnu til verðlauna á Norðurlandameistaramóti Unglinga í sundi sem haldið var í Svíþjóð um síðustu helgi. Fimm sundmenn úr ÍRB voru meðal keppenda, en auk þeirra Baldvins og Eydísar kepptu þau Þröstur Bjarnason, Karen Mist Arngeirsdóttir og Íris Ósk Hilmarsdóttir, en alls voru níu íslenskir keppendur á mótinu. Baldvin vann til silfuverðlauna í 200 m flugsundi en Eydís vann brons í 400 m fjórsundi. Þau voru einu Íslendingarnir sem unnu til verðlauna á mótinu.

Karen Mist, Þröstur og Íris, sem höfðu öll glímt við veikindi eða meiðsli fyrir mótið, náðu sér ekki á strik og voru ekki að synda á tímunum sem þau hafa náð nýlega.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024