Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Baldur skoraði í sínum fyrsta leik með Keflavík
Föstudagur 22. apríl 2005 kl. 13:08

Baldur skoraði í sínum fyrsta leik með Keflavík

Á miðvikudag léku Keflvíkingar æfingaleik við Víkinga í knattspyrnu í Egilshöll.  Leikurinn var jafnframt fyrsti leikur Baldurs Sigurðssonar sem fyrir leikinn skrifaði undir þriggja ára samning við Keflavík.  Baldur kemur frá Völsungum á Húsavík og er talinn einn efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir.  Hann leikur á miðjunni eða sem framlínumaður og er góður liðsauki fyrir Keflavík.  Baldur skoraði annað mark Keflavíkur í leiknum og lætur því strax fyrir sér finna með nýju liði.  Leikurinn við Víkinga var mikill tilraunaleikur þar sem Guðjón Þórðarson, þjálfari, reyndi nýja uppstillingu í leik liðsins. Leikurinn fór 4-2 fyrir Víkinga en það var Guðmundur Steinarsson sem skoraði fyrra mark Keflavíkur, en Guðmundur er búinn ða vera iðinn við kolann að undanförnu.  Það var síðan nýliðinn Baldur sem skoraði seinna mark Keflavíkur. 

www.keflavik.is

Vf-mynd/úr safni: Guðmundur Steinarsson hefur skorað drjúgt á undirbúningstímabilinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024