Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bakarísferð hjá Keflavík
Sunnudagur 22. mars 2009 kl. 21:46

Bakarísferð hjá Keflavík

Keflvíkingar voru teknir í bakaríið í fyrstu viðureign sinni við KR í undanúrslitum IcelandExpress-deildarinnar í körfuknattleik sem í kvöld. Keflvíkingar sýndu yfirburði í 1. leikhluta en þegar leið á annan 2. leikhlutann fór að halla undan fæti og KR-ingar voru með níu stiga forskot í hálfleik. Þeir unnu að lokum í leiknum og lokastaðan 102 stig gegn 74 Keflvíkinga.

Jesse Pellot-Rosa skoraði 24 stig fyrir Keflavík, Gunnar Einarsson 17 og Sigurður Þorsteinsson 17. Hjá KR var Jón Arnór Stefánsson með 24 stig Helgi Magnússon kom næstur með 16 stig.
Vinna þarf þrjá leiki til þess að komast í úrslitaleikina. Liðin mætast í Keflavík á þriðjudaginn kemur kl 19.15.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024