Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bætti Íslandsmetið um 11 sekúndur
Mánudagur 24. nóvember 2003 kl. 17:01

Bætti Íslandsmetið um 11 sekúndur

Erla Dögg Haraldsdóttir sundkona úr ÍRB gerði sér lítið fyrir og bætti íslandsmet kvenna í 400m bringusundi um um rúmlega 11 sekúndur á meta- og lágmarkamóti SH sem fram fór sl. föstudagskvöld. Gamla metið var í eigu Berglindar Ósk Bárðardóttur úr SH og var frá árinu 2000. Þessi árangur hjá Erlu lofar góðu því hún er enn í unglingaflokki, og því er þetta met bæði kvenna- og stúlknamet. Erla er ein af ellefu sundmönnum sem fara til keppni á Norðurlandameistarmót unglinga í Osló helgina 6. – 7. des. Auk hennar fara úr Reykjanesbæ þeir Birkir Már Jónsson og Hilmar Pétur Sigurðsson.
Sundfólk úr Reykjanesbæ gerði góða hluti á metamótinu en auk mets Erlu þá setti karlasveit ÍRB setti  met í 4 x 50m flugsundi. Sveitina skipuðu: Jón Oddur Sigurðsson, Birkir Már Jónsson, Þór Sveinsson og Örn Arnarson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024