Bætist í leikmannahóp Keflavíkur
Samkvæmt vefsíðunni fotbolti.net munu þeir Óttar Steinn Magnússon og Högni Helgason, frá Hetti Egilsstöðum, ganga í raðir Keflvíkinga í Landsbankadeildinni í knattspyrnu.
Leikmennirnir eru báðir á sautjánda ári og hafa verið að leika með meistara,- og öðrum flokki Hattar í sumar. Hattarmenn sigruðu þriðju deildina á dögunum og þar gerði Högni eitt mark í sautján leikjum en Óttar kom við sögu í níu leikjum.
www.fotbolti.net