Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 16. október 2023 kl. 09:57
Bætingar og met á Arenamóti Ægis
Sundfólk ÍRB stóð sig vel á Arenamóti Ægis sem fór fram um þarsíðustu helgi þar sem sundkapparnir sýndu margar og góðar bætingar.
Tvenn innanfélagsmet voru sett á mótinu og eitt aldursflokkamet í boðsundi drengja þrettán til fimmtán ára.