Bætingar hjá ÍRB fólki á erlendri grundu
Sunneva Dögg tók bronsið á NM
Sundmenn ÍRB hafa verið á faraldsfæti síðustu daga og keppt víðsvegar um heiminn með íslenska landsliðinu.
Fjórar kraftmiklar sundkonur úr ÍRB kepptu um síðastliðna helgi á Norðurlandameistaramótinu í 25m laug í Kolding í Danmörku. Þetta voru þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir og Sunneva Dögg Robertson. Með þeim í för var þjálfari þeirra Steindór Gunnarsson en hann var einn af þjálfurum hópsins sem sáu um þetta verkefni fyrir Sundsamband Íslands. Stelpurnar voru að standa sig vel, voru alveg við sína tíma og líka með góða bætingar. Sunneva bætti sig vel í 400m fjórsundi og Karen Mist í 200m bringusundi. Bestum árangri þeirra náði Sunneva Dögg Robertson er hún vann til bronsverðlauna í 400m fjór sundi og með bætingu um tæplega fjórar sekúndur, Sunneva Dögg komst jafnframt í úrslit í fjórum af fimm greinum.
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson var að keppa á Heimsmeistarmótinu í sundi í 25m laug þar sem hann stóð sig afar vel. Hann tvíbætti sinn besta tíma í 50m baksundi og var alveg við sinn besta tíma í 100m baksundi. Davíð var svo mikilvægur hlekkur í fimm boðsundssveitum íslands sem allar settu íslandsmet, þremur karlasveitum 4x50 skrið, 4x50 fjór og 4x100 skrið og tveimur blönduðum sveitum 4x50 skrið, 4x50 fjór. Með honum var líka einn sunddómari úr ÍRB, Haraldur Hreggviðsson sem sá um dómarastörf á mótinu.
Félagarnir Haraldur og Davíð voru fulltrúar ÍRB í Kanada.