Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 23. febrúar 2000 kl. 14:56

Bærinn styrkir keilufélagið

Tómstunda- og íþróttaráð Reykjanesbæjar, TÍR, hefur samþykkt að greiða húsaleigu á Keilusalnum fyrir karladeild Keilufélags Keflavíkur. Þetta var ákveðið eftir að aðalstjórn keilufélagsins óskaði eftir styrk til að greiða fyrir 16 æfingatíma í Keilusalnum á yfirstandandi keppnistímabili. Ráðið tók þó sérstaklega fram að það hefði ekki sérstakt fjármagn til að greiða húsaleigu íþróttafélaga, enda íþróttaaðstaða yfirleitt í eigu Reykjanesbæjar. TÍR samþykkti að verða við beiðninni að þessu sinni og mun óska eftir fjármagni við næstu fjárhagsáætlunargerð til að koma til móts við greiðslu æfingatímanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024