Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Bærinn iðar af mannlífi
Laugardagur 1. mars 2014 kl. 12:19

Bærinn iðar af mannlífi

Nettómótið í fullum gangi #vikurfrettir

Mikið fjölmenni er á Nettómótinu í körfubolta sem fram fer í Reykjanesbæ um þessa helgi. 25 félög eru mætt til leiks á mótið sem er nýtt met. Alls eru 206 keppnislið skráð til leiks sem er 12 liða aukning frá fyrra ári.

Mikið líf skapast jafnan í bænum þegar þetta stærsta körfuboltamót landsins er haldið ár hvert. Við viljun endilega nota tækifærið og hvetja fólk til þess að deila með okkur myndum frá mótinu á Instagram með því að merkja myndirnar #vikurfrettir eða #nettomotid.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frekari upplýsingar um mótið má nálgast hér á heimasíðu mótsins.

Liðin sem hafa boðað komu sína á Nettómótið 2014 eru: Ármann, Breiðablik, Fjölnir, FSu, Grindavík, Haukar, Hekla, Höttur, ÍA, ÍR, Keflavík, KFÍ, Kormákur, KR, Laugdælir, Njarðvík, Reykdælir, Skallagrímur, Sindri, Snæfell, Stjarnan, Valur, Víðir, Þór Akureyri, og Þór Þorlákshöfn.