B lið Keflavíkur/Njarðvíkur Íslandsmeistari í 2. flokki karla
2-1 sigur á KA í úrslitaleik á Blönduósi
Sameiginlegt lið Keflavíkur og Njarðvíkur í 2. flokki karla varð í gær Íslandsmeistari B liða eftir 2-1 sigur á liði KA en leikið var á Blönduósi.
Staðn í hálfleik var 0-0 en það voru Akureyringar sem að voru fyrri til að skora í þeim síðari. Óðinn Jóhannsson jafnaði metin fyrir Suðurnesjapilta og það var svo Brynjar Bergmann Björnsson sem að skoraði sigurmark leiksins sem að tryggði Íslandsmeistaratitilinn.
Strákarnir í Keflavík/Njarðvík unnu riðilinn sinn með nokkrum yfirburðum í sumar og lögðu svo Fjölni að velli í undanúrslitum í miklum markaleik, 6-4.
Þjálfarar drengjanna eru þeir Ingi Þór Þórisson og Hólmar Örn Rúnarsson.