RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Íþróttir

B lið Keflavíkur/Njarðvíkur Íslandsmeistari í 2. flokki karla
Íslandsmeistararnir -mynd: fengin af facebook síðu knattspyrnudeildar UMFN
Mánudagur 28. september 2015 kl. 07:00

B lið Keflavíkur/Njarðvíkur Íslandsmeistari í 2. flokki karla

2-1 sigur á KA í úrslitaleik á Blönduósi

Sameiginlegt lið Keflavíkur og Njarðvíkur í 2. flokki karla varð í gær Íslandsmeistari B liða eftir 2-1 sigur á liði KA en leikið var á Blönduósi.

Staðn í hálfleik var 0-0 en það voru Akureyringar sem að voru fyrri til að skora í þeim síðari. Óðinn Jóhannsson jafnaði metin fyrir Suðurnesjapilta og það var svo Brynjar Bergmann Björnsson sem að skoraði sigurmark leiksins sem að tryggði Íslandsmeistaratitilinn.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Strákarnir í Keflavík/Njarðvík unnu riðilinn sinn með nokkrum yfirburðum í sumar og lögðu svo Fjölni að velli í undanúrslitum í miklum markaleik, 6-4.

Þjálfarar drengjanna eru þeir Ingi Þór Þórisson og Hólmar Örn Rúnarsson.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025