Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 29. október 2002 kl. 11:31

Auðvelt skilduverkefni hjá Keflvíkingum

Keflvíkingar burstuðu Skallagrím,119:84, í Intersport deildinni í gær. Keflvíkingar mættu grimmir til leiks gegn slöku liði gestanna og þegar flautað var til hálfleiks var leikurinn í rauninni búinn enda staðan 63:29. Leikmenn heimamanna skiptu mínútunum bróðurlega á milli sín og var liðsheildin nokkuð sterk i þessum leik þar sem sjö leikmenn skoruðu yfir 10 stig.
Falur Harðarson var að vonum ánægður í leikslok. "Þetta var ágætur leikur hjá okkur en það er rosalega erfitt að halda einbeitingu þegar leikurinn er búinn í fyrri hálfleik. Það er því erfitt að spila af viti þegar munurinn verður mikill fljótt en okkur tókst að klára þetta".
Hvernig lýst þér á framhaldið?
"Rosalega vel. Við eigum eftir að slípa okkur aðeins betur saman sem lið en annars erum við á góðri leið. Við erum búnir að vinna síðustu leiki sem er ekkert nema jákvætt þar sem þetta er keppni um að safna stigum".
Hvert er markmið liðsins í vetur?
"Að vinna titla"!

Þeir skoruðu mest: Gunnar Einarsson 19 stig, Damon Johnson 17, Falur Harðarson 15, Davíð Þór Jónsson 14, Sverrir Sverrisson 14, Kevin Grandberg 13 og Magnús Þór Gunnarsson 12.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024