Auðvelt hjá Suðurnesjaliðunum
Grindvíkingar og Keflvíkingar áfram í bikarnum
Fjórða umferð Dominos-deildar karla fór af stað í kvöld þar sem Grindvíkingar og Keflvíkingar unnu fremur auðvelda sigra. Grindvíkingar unnu ÍR á heimavelli sínum á meðan Keflvíkingar skelltu botnliði Valsmanna á útivelli.
Grindvíkingar lögði ÍR-inga á heimavelli sínum nokkuð örugglega, 98-73. Þeir Jóhann Árni Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson voru drjúgir fyrir heimamenn en Jóhann skoraði 29 stig og Sigurður 21.
Keflvíkingar unnu útisigur á Valsmönnum þar sem lokatölur urðu 76-94 . Michael Craion var með tröllatvennu, eða 21 stig og 21 frákast. Arnar Freyr Jónsson var svo með 19 stig.
Tölfræði úr leikjunum má finna hér að neðan.
Grindavík-ÍR 98-73 (35-17, 15-26, 24-16, 24-14)
Grindavík: Jóhann Árni Ólafsson 29/8 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/9 fráköst/6 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 15/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 7/6 fráköst, Hilmir Kristjánsson 6, Ólafur Ólafsson 4/5 fráköst, Ármann Vilbergsson 3, Jens Valgeir Óskarsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 2, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.
Valur-Keflavík 76-94 (21-19, 18-31, 13-21, 24-23)
Keflavík: Michael Craion 21/21 fráköst/3 varin skot, Arnar Freyr Jónsson 19/6 stoðsendingar/5 stolnir, Darrel Keith Lewis 16/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 9, Gunnar Ólafsson 9, Guðmundur Jónsson 6, Andri Daníelsson 5, Hafliði Már Brynjarsson 3, Ragnar Gerald Albertsson 2, Valur Orri Valsson 2/10 stoðsendingar, Almar Stefán Guðbrandsson 2, Ólafur Geir Jónsson 0.