Auðvelt hjá Keflavík
Deildarmeistarar Keflavíkur eru komnir í undanúrslit Subway-deildar kvenna í körfuknattleik eftir að hafa unnið þriðju viðureignina við Fjölniskonur í Blue-höllinni í kvöld.
Keflavík - Fjölnir 88:72
(27:14 | 23:15 | 18:16 | 20:27)
Keflavík tók forystu snemma í fyrsta leikhluta og gaf hana aldrei frá sér. Leikurinn varð aldrei spennandi og Keflvíkingar gátu tekið því rólega í síðasta leikhluta án þess að Fjölniskonur næðu að ógna sigri heimakvenna í kvöld.
Að lokum hampaði Keflavík sextán stiga sigri (88:72) og vann því viðureignina við Fjölni 3:0. Keflavík er því búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum.
Stig Keflavíkur: Daniela Wallen 15 stig, Sara Rún Hinriksdóttir 12 stig, Thelma Dís Ágústsdóttir 11 stig, Anna Lára Vignisdóttir 10 stig, Birna Valgerður Benónýsdóttir 9 stig, Eva Pinzan 9 stig, Anna Ingunn Svansdóttir 5 stig, Ásdís Jónsdóttir 5 stig, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4 stig, Lovísa Sverrisdóttir 4 stig og Eygló Kristín Óskarsdóttir 4 stig.