Auðveldur Keflavíkursigur í toppslagnum
Keflvíkingar sitja á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta eftir öruggan sigur á Snæfellskonum í Sláturhúsinu. Lokatölur 82-55 þar sem Keflvíkingar settu tóninn snemma og náðu 15 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Það var svo aftur í þriðja leikhluta sem Keflvíkingar gáfu í og juku muninn enn frekar. Brittany Dinkins átti stórleik hjá Keflavík, setti 35 stig, tók 12 fráköst og stal 5 boltum. Sigurinn aldrei í hættu og Keflvíkingar eins og fyrr segir á toppnum en liðið deilir toppsætinu með KR og Snæfelli.
Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 12/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/6 fráköst, Embla Kristínardóttir 5/4 fráköst, Kamilla Sól Viktorsdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 5/5 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Irena Sól Jónsdóttir 2, Erna Hákonardóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 1/4 fráköst, María Jónsdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0.