Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Átta leikmenn Grindavíkur með einkenni svínaflensu
Fimmtudagur 13. ágúst 2009 kl. 14:19

Átta leikmenn Grindavíkur með einkenni svínaflensu

Átta leikmenn karlaliðs Grindavíkur í knattspyrnu liggja nú heima í sóttkví þar sem þeir eru með öll einkenni svínaflensu. Þeir hafa ekki verið greindir ennþá, en á morgun mun koma í ljós hvers kyns er. Þetta staðfesti þjálfari Grindavíkur, Luca Kostic, við vef síðu Morgunblaðsins, mbl.is í hádeginu.

„Þetta er rétt, það eru átta leikmenn sem liggja í rúminu. Það er ekki komin staðfesting á því hvort um svínaflensu sé að ræða, það er búið að taka prufur af þeim öllum og það kemur í ljós á morgun hvers kyns er. En þeir sýna allir einkenni svínaflensunar. Við eigum leik gegn ÍBV á sunnudag, en við erum búnir að tala við KSÍ og við sjáum til hvernig þetta þróast, við gætum þurft að fá frestun. Ég hef nú lent í ýmsu sem þjálfari og leikmaður, en þetta er alveg ný reynsla. Loksins þegar liðið var að komast á skrið þá gerist þetta,“ sagði Luca á vef mbl.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Af tillitsemi við leikmenn og aðstandendur verða leikmennirnir átta ekki nafngreindir að svo stöddu, enda er alls óvíst enn hvort um svínaflensu sé að ræða.

Sé um svínaflensu, eða H1N1, að ræða, þurfa leikmennirnir hinsvegar að vera í sóttkví í minnst viku.

Heimild: www.mbl.is




Mynd frá síðasta heimaleik Grindavíkur. Átta leikmenn Grindavíkurliðsins eru í sóttkví vegna gruns um svokallaða svínaflensu. Leikmennirnir hafa ekki verið nafngreindir.