Átta keppendur frá Nes á verðlaunapalli Íslandsmeistaramótsins

Átta af níu keppendum frá íþróttafélaginu Nes komust á verðlaunapall á Íslandsmeistaramóti Íþróttasambands fatlaðra í 25 metra laug í sundi sem fram fór helgina 18.-19. nóvember síðastliðna.

Fjögur þeirra urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki en það voru þau Alexander Ben Guðmundsson í 200 skriðsundi, Ingólfur Bjarnason í 100m bringusundi, Linda Björgvinsdóttir í 100m baksundi og Gabríel Ari Tryggvason í 50m baksundi.