Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Átta Íslandsmeistaratitlar og frábær árangur hjá ÍRB
Boðsundssveit kvenna frá ÍRB.
Þriðjudagur 9. apríl 2019 kl. 06:05

Átta Íslandsmeistaratitlar og frábær árangur hjá ÍRB


Átta Íslandsmeistaratitlar, sjö silfur og sjö brons, þrjú telpnamet, lágmark á EMU og fimm ÍRB met var útkoma helgarinnar hjá sundfólki ÍRB á ÍM50, Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug, sem fram fór í Laugardalslaug helgina 5. til 7. apríl sl.
 
Sundmenn ÍRB sem urðu Íslandsmeistarar:
 
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir: Gull í 1500m skriðsundi, gull í 800m skriðsundi.
 
 
Karen Mist Arngeirsdóttir: Gull í 200m bringusundi, gull í 100m bringusundi og gull í 50m bringusundi.
 
 
Kristófer Sigurðsson: Gull í 100m skriðsundi
 
Þröstur Bjarnason: Gull í 400m skriðsundi og gull í 200m skriðsundi 
 
Sundmenn ÍRB sem unnu til verðlauna:
 

Gunnhildur Björg Baldursdóttir: Silfur í 200m flugsundi og brons í 400m fjórsundi.
 
Eva Margrét Falsdóttir: Brons í 100m bringusundi og telpnamet, brons í 200m fjórsundi og telpnamet og silfur í 200m bringusundi,  telpnamet og bæting á meti frá árinu 2005 og lágmark á EYOF og EMU.
 
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir: Gull í 1500m skriðsundi, gull í 800m skriðsundi og silfur í 400m skriðsundi.
 
Íris Ósk Hilmarsdóttir: brons í 200m baksundi, silfur í 100m baksundi og brons í 50 m baksundi.

Karen Mist Arngeirsdóttir: Gull í 200m bringusundi, gull í 100m bringusundi og gull í 50m bringusundi.


Kristófer Sigurðsson: Gull í 100m skriðsundi og silfur í 200m skriðsundi og brons í 50m skriðsundi


Þröstur Bjarnason: Gull og ÍRB met í 400m skriðsundi, Gull í 200m skriðsundi silfur í 1500m skriðsundi.


Boðsundssveit kvk. 4 x 100 m fjór: Silfur og bæting á sjö ára gömlu ÍRB meti. Íris Ósk Hilmarsdóttir,
Karen Mist Arngeirsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir, Eydís Ósk Kolbeisdóttir.


Boðsundsveit kk. 4 x 100m fjór:  Bronsverðlaun : Fannar Snævar Hauksson , Kári Snær Halldórsson, Þröstur Bjarnason, Kristófer Sigurðsson.
 
„Frábær árangur hjá okkar flotta fólki um helgina og margir ungir og upprennandi á leiðinni,“ segir Steindór Gunnarsson hjá sunddeild ÍRB.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024