Átta frá Keflavík á Scandinavian Open
Föstudaginn 9. nóvember n.k. munu átta keppendur taekwondodeildar Keflavíkur leggja land undir fót og halda til Danmerkur í keppnisferð. Scandinavian Open verður haldið í
Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur fjöldi keppenda frá Keflavík fer erlendis til keppni, en hópurinn er samansettur af mjög efnilegum og sterkum keppendum. Stífar æfingar hafa verið fyrir mótið en keppnishópurinn hefur æft a.m.k 4 sinnum í viku síðustu tvo mánuði. Önnur íslensk félög senda líka keppendur, en samtals fara 23 Íslendingar á mótið.
Keflavíkurliðið er skipað eftirfarandi bardagamönnum:
Arnór Freyr Grétarsson
Aron Yngvi Nielsen
Jón Steinar Brynjarsson
Kristmundur Gíslason
Óðinn Már Ingason
Sigfús Hlíðar Þorleifsson
Ævar Þór Gunnlaugsson
Helgi Rafn Guðmundsson
Þjálfarar hópsins verða Helgi Rafn Guðmundsson, Rut Sigurðardóttir og Sigursteinn Snorrason.