Fulltrúar deildanna sem tók við viðurkenningununum fyrir leik Keflavíkur og Hauka. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar föstudaginn 4. nóvember 2022 kl. 12:28
Átta deildum veitt viðurkenning sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ
Fyrir leik Keflavíkur og Hauka í Subway-deild karla í körfuknattleik, sem fór fram í Blue-höllinni í gær, var átta deildum Keflavíkur, ungmenna og íþróttafélags, veitt viðurkenning sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Það var Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sem afhenti Einari Haraldssyni, formanni félagsins, og fulltrúum átta deilda viðurkenningarnar. Keflavík fékk viðurkenninguna fyrst árið 2003 og var fyrsta félagið sem var viðurkennt Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.