Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Atli Eðvaldsson tekur við þjálfun Reynis í Sandgerði
Atli Eðvaldsson við Reynisvöllinn með forráðamönnum félagsins.
Fimmtudagur 1. nóvember 2012 kl. 16:01

Atli Eðvaldsson tekur við þjálfun Reynis í Sandgerði

Fyrrverandi landsliðsþjálfari og atvinnumaður í knattspyrnu á að hjálpa Reynismönnum að byggja upp til framtíðar.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Atli Eðvaldsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsþjálfari Íslands hefur tekið við þjálfun 2. deildarliðs Reynis í Sandgerði. „Mér líst mjög vel á verkefnið og aðstæður hér í Sandgerði,“ sagði Atli við Víkurfréttir eftir undirritun samningsins í húsakynnum Reynis í dag.

Atli gerði garðinn frægan á knattspyrnuferli sínum með Val og KR og síðan með þýsku liðunum Dortmund og Dusseldorf og lék 70 A-landsleiki. Atli hefur þjálfað bestu lið landsins eins og KR sem hann gerði að Íslandsmeisturum 1999 og landsliðið þjálfaði hann 2000-2003. Hann kom að þjálfun Vals fyrir þremur árum í tvo mánuði en hefur að öðru leyti verið að bæta við sig í knattspyrnuþjálfarafræðum í útlöndum síðustu fjórum árum.
Atli hefur einnig þjálfað HK og Fylki sem voru þá í 2. deild og Val og Þrótt í efstu deild.
„Ég er með meiri tengingu en marga grunar. Jóhannes (Búbbi) bróðir var hér við stjórnvölinn í deildinni fyrir all mörgum árum og svo hafa forráðamenn Reynis verið í góðu sambandi við mig undanfarin ár.

Atli tekur við liði Reynis af Jens Elvari Sævarssyni sem stýrði liðinu í sumar. Reynismenn enduðu í sjöunda sæti í annarri deildinni í sumar eftir að hafa verið á toppnum eftir fyrri umferðina.

Magni Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar Reynis sagði að hann og Reynismenn væru ákaflega ánægðir að fá svona menntaðan og reyndan þjálfar til Sandgerðis. „Við erum að hugsa um framtíðaruppbygginguna og erum spenntir að fá Atla með okkur í það dæmi.“

Sjá viðtöl við Atla og Magna í Sjónvarpi vf.is hér á síðunni innan skamms.

Frá undirskrift samningsins í Reynisheimilinu í dag.