Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Aþena Eir Íslandsmeistari í -71kg flokki
Mánudagur 25. febrúar 2019 kl. 11:10

Aþena Eir Íslandsmeistari í -71kg flokki

Íslandsmeistaramót í ólympískum lyftingum fór fram 23.febrúar sl. Þær Aþena Eir Jónsdóttir Elizondo og Thelma Hrund Hermannsdóttir tóku þátt í mótinu fyrir hönd Massa í fjölmennum -71kg flokki.
 
Aþena Eir lyfti 66kg í snörun og 89kg í jafnhendingu sem tryggði henni Íslandsmeistaratitilinn í -71kg flokki. Thelma Hrund lyfti 62kg í snörun og 79kg í jafnhendingu.
 
Þjálfarar á mótinu voru Sindri Freyr Arnarsson og Ingi Gunnar Ólafsson. Nú er undirbúningur hafinn fyrir Sumarmót LSÍ sem verður haldið 18. maí nk. 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25