Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ástvaldur Ragnar íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2023
Ástvaldur Ragnar Bjarnason er íþróttamaður Suðurnesjabæjar árið 2023. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 15. janúar 2024 kl. 08:45

Ástvaldur Ragnar íþróttamaður Suðurnesjabæjar 2023

Tilkynnt var um val á íþróttamanni Suðurnesjabæjar við hátíðlega athöfn í Vörðunni í Sandgerði fimmtudaginn 11. janúar. Við tilefnið var boðið upp á veitingar og tónlistaratriði frá báðum tónlistarskólum bæjarins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ástvaldur Ragnar Bjarnason var kjörin íþróttamaður Suðurnesjabæjar árið 2023 en í umsögn kom m.a. fram að Ástvaldur hefur verið góð fyrirmynd fyrir iðkendur NES. Hann mætir á allar æfingar, er jákvæður og hefur tekið miklum framförum sem hefur leitt til þess að hann var valinn í landsliðshóp í Boccia hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Ástvaldur hreppti annað sætið á Íslandsmótinu í sveitakeppni í Bocca og annað sætið í Íslandsmótinu í einliðaleik. Á erlendri grundu fór Ástvaldur í landsliðsverkefni til Danmerkur. Þar tók hann þátt í Norðurlandamóti í sveitakeppni þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari ásamt sinni sveit og er því Norðurlandameistari í sveitakeppni árið 2023. Ástvaldur hreppti Hvatabikarinn hjá NES en hann er veittur þeim sem hafa skarað fram úr og eru hvatning fyrir aðra iðkendur.

Ástvaldur Ragnar er virkilega flott fyrirmynd og sýnir og sannar að með metnaði og elju eru allir vegir færir.

Ástvaldur réði sér ekki fyrir kæti þegar tilkynnt var um valið á íþróttamanni Suðurnesjabæjar 2023.
Kristófer Páll Viðarsson, Joaquin Ketlun Sinigala, Sigurður Guðmundsson, Hrönn Edvinsdóttir og Daníel Arnar Ragnarsson Viborg standa að baki Ástvalds Ragnars Bjarnasonar, íþróttamanni Suðurnesja 2023.

Eftirfarandi íþróttamenn hlutu einnig tilnefningu og  viðurkenningu fyrir góðan árangur árið 2023:     

Daníel Arnar Ragnarsson Viborg (taekwondo), Kristófer Páll Viðarsson (knattspyrna), Joaquin Ketlun Sinigala (knattspyrna) og Sigurður Guðmundsson (golf).

Hrönn hlýtur viðurkenningu fyrir óeigingjörn störf þágu íþrótta- og tómstunda

Við sama tilefni var Hrönn Edvinsdóttur veitt viðurkenning íþrótta- og tómstundaráðs fyrir óeigingjarnt starf að íþrótta- og tómstundamálum í sveitarfélaginu.

Hrönn hefur varið miklum tíma í sjálfboðaliðastörf innan Víðis, bæði setið í stjórnum, þá helst í unglingaráði, og þjálfað hjá félaginu. Hún er og var mikil íþróttakona og hefur helgað sínu lífi heimi íþrótta og gefur mikið af sér. Hrönn er mikil fyrirmynd sjálfboðaliða og hefur haft mótandi áhrif iðkendur og samferðafólk.

Hrönn Edvinsdóttur er fyrirmynd sjálfboðaliða og hefur haft mótandi áhrif iðkendur og samferðafólk.