Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ástrós stóð sig vel í Danmörku
Sunnudagur 10. maí 2015 kl. 12:12

Ástrós stóð sig vel í Danmörku

Íþróttamaður Reykjaness undanfarin tvö ár, taekwondo stúlkan Ástrós Brynjarsdóttir var að keppa á opna danska meistaramótinu í tækni. Hún er þar úti ásamt 5 öðrum landsliðskeppendum og landsliðsþjálfurum Íslands.

Ástrós var í erfiðum og stórum flokki en þar voru margar bestu taekwondo stelpur í Evrópu að keppa. Ástrós endaði í þriðja sæti en sú sem sigraði í flokknum varð í 3. sæti á síðasta Heimsmeistaramóti.
Á myndinni að neðan er Ástrós með íslenska hópnum.
 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024