Íþróttir

Ástrós og Kristófer íþróttafólk Keflavíkur 2014
Einar Haraldsson formaður Keflavíkur, Ástrós Brynjarsdóttir taekwondokona, Kristófer Sigurðsson sundmaður og Skúli Skúlason frá Kaupfélagi Suðurnesja sem gaf farandbikara. VF-myndir: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 30. desember 2014 kl. 09:56

Ástrós og Kristófer íþróttafólk Keflavíkur 2014

Ástrós Brynjarsdóttir taekwondokona og Kristófer Sigurðsson sundmaður eru íþróttafólk Keflavíkur 2014. Íþróttafólkið var útnefnt í samsæti hjá Keflavík íþrótta- og ungmennafélagi í gærkvöldi. Þetta er annað árið í röð sem sérstakar viðurkenningar eru veittar fyrir íþróttakarl og íþróttakonu.

Íþrótta-karl og kona hverrar deildar innan Keflavíkur 2014 eru:

Knattspyrnukarl: Haraldur Freyr Guðmundsson
Knattspyrnukona: Anna Rún Jóhannsdóttir

Körfuknattleikskarl: Guðmundur Jónsson
Körfuknattleikskona: Bryndís Guðmundsdóttir

Fimleikakona: Ingunn Eva Júlíusdóttir

Sundkarl: Kristófer Sigurðsson
Sundkona: Íris Ósk Hilmarsdóttir

Skotkarl: Theodór Kjartansson

Taekwondokarl: Svanur Þór Mikaelsson
Taekwondokona: Ástrós Brynjarsdóttir

Blakkarl: Einar Snorrason

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024