Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ástrós og Bartosz best en Keflvíkingar náðu ekki að verja titilinn
Mánudagur 12. október 2015 kl. 09:24

Ástrós og Bartosz best en Keflvíkingar náðu ekki að verja titilinn

Um helgina var haldið Íslandsmótið í taekwondo tækni í Akurskóla. Þá er keppt í svokölluðum formum þar sem iðkendur þurfa að samhæfa og læra bardagahreyfingar og er metið út frá tækni, kraft, hraða, liðleika og samhæfingu.

Keflvíkingar skörtuðu góðu liði á mótinu en náðu því miður ekki að verja Íslandsmeistaratitilinn sem þau hafa haldið síðustu ár. Ástrós Brynjarsdóttir og Bartosz Wiktorowicz, bæði úr Keflavík voru stigahæstu keppendur mótsins og fengu viðurkenningu fyrir það. 
 
Lið Ármenninga var í fyrsta sæti og Keflvíkingar í því öðru. Afturelding var svo í þriðja sæti á þessu sterka móti. 
 

Gaman var að sjá hversu mikið keppendur hafa bætt sig á milli ára, en flokkarnir voru mun sterkari í ár en í fyrra.

 
Myndirnar tók Tryggvi Rúnarsson.
 

Lið Keflvíkinga sem endaði í 2. sæti.
 
 
Daníel, Ágúst og Bartosz keppa í hópatækni.
 

Bartosz og Ástrós keppendur mótsins. Bartosz fékk bronsverðlaun á Evrópumótinu í sumar og Ástrós er sigursælasti taekwondo keppandi landsins síðustu ár.
 
 
Ástrós með spark sem skoraði mörg stig.
 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024