Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ástrós með gull í Danmörku
Ástrós, Kolbrún og Írunn.
Miðvikudagur 22. október 2014 kl. 13:30

Ástrós með gull í Danmörku

Keppir á sterku móti í Mexíkó í næstu viku.

Ástrós Brynjarsdóttir, íþróttamaður Reykjanesbæjar 2013, fékk gull þegar hún keppti í 13 manna flokki með öðrum landsliðsstúlkum af Norðurlöndunum á móti sem haldið var í Danmörku á síðustu dögum. Að sögn Helga Rafns Guðmundssonar, yfirþjálfara hjá taekwondodeild Keflavíkur, var greinilegt að Ástrós hafði bætt sig eftir æfingarbúðirnar sem hún var í fram að keppni.

Æfingarbúðirnar voru á vegum eins þekktasta taekwondo meistara í heimi Ky–tu Dang, sem er fyrrum heimsmeistari og Evrópumeistari til margra ára. Hópur Íslendinga fór og voru Ástrós og móðir hennar, Kolbrún Guðjónsdóttir, fulltrúar deildarinnar í Keflavík. Ástrós er núna komin til Mexíkó þar sem hún mun undirbúa sig næstu vikuna stórt mót sem haldið verður þar. Með henni í för eru landsliðsþjálfarar, Kolbrún móðir hennar og Írunn Ketilsdóttir sem mun einnig keppa á mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024