Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ástrós í undanúrslit á HM í taekwondo
Ástrós Brynjarsdóttir lengst til vinstri.
Mánudagur 3. nóvember 2014 kl. 09:01

Ástrós í undanúrslit á HM í taekwondo

- sló út rikjandi EM meistara fra Serbíu i fyrstu umferð.

Ástrós Brynjarsdóttir, taekwondo kona Íslands og íþróttamaður Reykjanesbæjar, keppti í gær á heimsmeistaramótinu í taekwondo tækni og komst í undanúrslit. Þar keppti hún í unglingaflokki og það voru 22 sterkustu keppendur heims sem höfðu unnið sér þátttökurétt í hennar flokki. Ástrós sló út ríkjandi EM meistara frá Serbíu í fyrstu umferð.

Í þessari grein þurfa keppendur að gera fyrirfram ákveðna runu bardagahreyfinga. Það skiptir miklu að þekkja öll smáatriði hreyfinganna mjög vel, hafa mikinn liðleika, kraft, jafnvægi og ákveðna framkomu. Ástrós hefur aldrei tapað í þessari grein á Íslandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fyrirkomulagið er þannig að til að byrja með þurfti að skera 10 keppendur út til að komast í undanúrslit. Hver og einn keppandi kom inn á gólfið og framkvæmdi tæknina (form). Það þarf að framkvæma tvö form í hverri umferð og gefa dómarar einkunn eftir ákveðinni forskrift. Ástrós stóð sig mjög vel og var með 4. hæstu einkunn eftir fyrstu umferð og komst því í undanúrslit (topp 12 sætin komust áfram).

Í næstu umferð framkvæmdu allir önnur tvö form. Þar stóð Ástrós sig einnig vel en náði ekki eins góðri frammistöðu og áður og var með 10. hæsta árangurinn. Það þurfti 8. til að komast áfram í úrslit. Smávæginleg mistök geta vegið þungt í þessari grein. Ástrór hefur æft stíft fyrir þetta mót og náð ótrúlegum árangri. Hún mun eflaust láta til sín taka á Íslandsmótinu í tækni sem haldið verður í lok nóvember í Reykjanesbæ.



Írunn Ketilsdóttir úr Ármanni var einnig að keppa í -50 ára aldursflokki. Hún stóð sig mjög vel og komst í 8 manna úrslit. Þegar hún hafði gert sín form þá endaði hún í 5 sæti sem er stórgóður árangur og greinilegt að nýráðnir landsilþjálfarar Íslands í tækni eru að byggja sterkar stoðir í greininni á Íslandi.